Uppskriftir

Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku

Aðalréttur

Innihald

 • Dádýrasteik
 • 6 stk. kartöflur
 • 100 g parmesanostur
 • 50 g smjör
 • 10 g salt
 • 30 g rósmarín

Aðferð

 • 1.

  Smjör sett í pott ásamt rósmaríni og látið bráðna.

 • 2.

  Parmesanostur rifinn fínt og kartöflur skornar þunnt.

 • 3.

  Kartöfluskífum er raðað í eldfast mót, parmesanosti stráð yfir og síðan bráðnu smjöri hellt yfir. Síðan kemur annað lag: Kartöflur, ostur og smjör þar til ekki er meira eftir.

 • 4.

  Bakað við 160°C í um 35 mínútur.

 • 5.

  Takið kartöflukökuna út úr ofninum og setjið álpappír yfir mótið til að halda henni heitri.

 • 6.

  Hækkið hitann í 170°C.

 • 7.

  Lokið dádýrasteikinni á grilli eða heitri pönnu.

 • 8.

  Setjið hana því næst inn í 170°C heitan ofninn í 4-5 mínútur.

 • 9.

  Best er að láta steikina hvíla í 4 mínútur áður en hún er borin fram.

Aðrar uppskriftir