Hitið olíu á pönnu, kryddið fiskinn með salti og pipar og leggið á pönnuna (roðið fyrst niður).
Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt. Snúið við og klárið eldunina í 2-3 mínútur.
Setjið smjör út á pönnuna í lokin, og nóg af því!
Á meðan fiskurinn er á pönnunni er óhætt að útbúa meðlætið, spínat og
mangósalsa!
Skerið hráefnið mjög smátt og blandið öllu saman í skál, kreistið límónusafa og hellið olíunni yfir hráefnin og blandið öllu mjög vel saman.
Skolið og þerrið spínatið og leggið á disk og því næst fer fiskurinn ofan á.
Hellið síðan salsa yfir fiskinn og kreistið gjarnan safa úr límónu yfir réttinn í lokin.