Uppskriftir

Bleikja með blaðlauk og avocado (lárperu)

fyrir 1-2 manns

Aðalréttur

Innihald

 • Sítrónusafi
 • Bleikja
 • Blaðlaukur
 • Avocado

Aðferð

 • 1.

  Skafið allt kjöt innan úr lárperunum og stappið með gaffli þar til það verður að mauki. Blandið því næst sítrónusafa og salti við.

 • 2.

  Skerið bleikjuflökin í um 6 cm breið stykki og saltið þau og piprið.

 • 3.

  Skerið blaðlaukinn í grófar sneiðar. Bræðið smjörið á pönnu og steikið laukinn í nokkra stund við miðlungshita.

 • 4.

  Setjið bleikjustykkin á pönnuna og látið roðið snúa niður. Steikið stykkin með lauknum við miðlungshita í 4-5 mínútur eða þangað til roðið hefur brúnast
  nokkuð og er orðið stökkt. Snúið þá stykkjunum við og steikið þau i 1-2 mínútur á hinni hliðinni.

 • 5.

  Takið pönnuna af hitanum og kreistið safa úr hálfri sítrónu yfir fiskinn á pönnuna rétt áður en hann er borinn fram.
  *Borðið með lárperumaukinu og hvítlauksbrauði, einnig er gott að hafa hrísgrjón með.

 • 6.

  Taktu mynd…það er umhverfisvænna!

Aðrar uppskriftir