Uppskriftir

Beikonvafinn gæsabringa með sætkartöflumús

fyrir 4 manns

Aðalréttur

Innihald

 • 4 gæsabringur
 • 15 beikonsneiðar
 • Svartur pipar
 • Döðlusósa
 • 20 döðlur saxaðar smátt
 • 50 gr sveppir, skornir í sneiðar
 • 200 gr vatn
 • 400 gr rjómi
 • 1 msk rifsberjahlaup
 • 1 nauta teningur
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Sætkartöflumús
 • 2 sætar kartöflur, skornar í bita
 • Smjör rjómi eða mjólk

Aðferð

 • 1.

  Kryddið bringurnar með pipar og vefjið beikoninu utan um þær. Hitið pönnuna vel og steikið bringurnar á báðum hliðum í 2–3 mínútur.

 • 2.

  Leggjið bringurnar í eldfast mót og eldið í 130° heitum ofni í sirka 20 mínútur.

 • 3.

  Setjið smjör í pott og hitið. Steikið döðlur og sveppi þar til það er orðið mjúkt.

 • 4.

  Bætið þá hinum hráefnunum saman við og látið malla við vægan hita þar til sósan hefur hitnað.

 • 5.

  Stingið í kartöflurnar með gaffli og setjið í 200°c heitan ofn þar til þær eru eldaðar í gegn.

 • 6.

  Skerið í tvennt og skafið kartöfluna í skál. Bætið smjöri saman við og þynnið með rjóma eða mjólk. Saltið og piprið

Aðrar uppskriftir