Kryddið bringurnar með pipar og vefjið beikoninu utan um þær. Hitið pönnuna vel og steikið bringurnar á báðum hliðum í 2–3 mínútur.
Leggjið bringurnar í eldfast mót og eldið í 130° heitum ofni í sirka 20 mínútur.
Setjið smjör í pott og hitið. Steikið döðlur og sveppi þar til það er orðið mjúkt.
Bætið þá hinum hráefnunum saman við og látið malla við vægan hita þar til sósan hefur hitnað.
Stingið í kartöflurnar með gaffli og setjið í 200°c heitan ofn þar til þær eru eldaðar í gegn.
Skerið í tvennt og skafið kartöfluna í skál. Bætið smjöri saman við og þynnið með rjóma eða mjólk. Saltið og piprið