Uppskriftir

Beikonfylltar Kartöflur

Aðalréttur

Tilvalið sem snakk, meðlæti eða á veisluplatta.

Innihald

 • Bökunarkartöflur
 • Ólívuolía
 • Sjávarsalt
 • Beikon
 • Rifinn ostur
 • Pipar
 • Sýrður rjómi
 • Graslaukur eða kóríander

Aðferð

 • 1.

  Hitið ofn í 200°C.

 • 2.

  Þrífið kartöflurnar vel með heitu vatni og nuddið þær svo með ólívuolíu og saltið.

 • 3.

  Stingið hnífi eða gaffli létt í þær á nokkra staði og leggið svo á bökunar-pappír á bökunarplötu og hitið í ofni í ca klukkutíma eða þar til þær eru mjúkar.

 • 4.

  Skerið beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt, takið til hliðar og þerrið á pappír.

 • 5.

  Þegar kartöflurnar eru tilbúnar skerið þær endilangt í helminga.

 • 6.

  Náið kartöflunni úr hýðinu með skeið og blandið saman við hluta af beikoni.

 • 7.

  Setjið fyllinguna aftur í kartöfluhýðið, stráið rifnum osti yfir og setjið í ofninn.

 • 8.

  Bakið þar til osturinn er bráðnaður.

 • 9.

  Ofan á kartöfluna er svo bætt við sýrðum rjóma, graslauk eða kóríander og restinni af beikoninu.

Aðrar uppskriftir