Uppskriftir

BBQ-Grísarif sem falla af beinunum

Aðalréttur

Innihald

 • 1 pk. grísarif
 • ½ bolli Heinz Sweet BBQ-sósa
 • 2 msk. hunang
 • ½ tsk. sinnepsduft
 • 1 tsk. gróft salt

Aðferð

 • 1.

  Stillið ofninn á 150 gráður með blæstri.

 • 2.

  Vefjið rifjunum inn í álpappír, stingið inn í ofninn og eldið samkvæmt leiðbeiningum.

 • 3.

  Hrærið saman BBQ-sósu, hunangi, sinnepsdufti og salti.

 • 4.

  Penslið rifin með sósunni þegar þau eru fullelduð.

 • 5.

  Berið fram með frönskum kartöflum, maísbaunum, kartöflusalati eða hrásalati og auka sósu.

Aðrar uppskriftir