Uppskriftir

BBQ-Grísarif með heimagerðu kartöflusalati

Aðalréttur

Innihald

 • 1 pk. BBQ-grísarif frá Stjörnugrís
 • 10 stk. kartöflur
 • 3 msk. ólífuolía
 • 3 stilkar steinselja
 • 1 msk. hvítvínsedik
 • 1 stk. blaðlaukur
 • ½ tsk. pipar
 • 1 tsk. gult sinnep

Aðferð

 • 1.

  Þvoið kartöflurnar vel og sjóðið þær í 10-15 mín, eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Látið vatnið renna af þeim í sigti. Skerið kartöflurnar í bita þegar þær eru orðnar kaldar.

 • 2.

  Skolið laukinn vel, fjarlægið visin blöð og saxið hann.

 • 3.

  Hrærið saman salatsósu úr olíu, ediki, sinnepi og pipar.

 • 4.

  Setjið kartöflurnar í skál og stráið lauknum yfir. Hellið síðan sósunni yfir og blandið öllu varlega saman. Saxið steinselju og stráið yfir.

 • 5.

  Bakið grísarifin samkvæmt leiðbeiningum á grilli eða í ofni.

 • 6.

  Berið fram með hrásalati. Gott er að hafa meiri BBQ-sósu til hliðar.

Aðrar uppskriftir