Þvoið og burstið kartöflurnar rækilega.
Stingið í kartöflurnar með gaffli og setjið þær á fat.
Bakið í ofni við 200°C í 1–11⁄2 klst., eða þar til þær eru mjúkar í gegn.
Skerið bakaðar kartöflurnar í tvennt að endilöngu. Skafið innan úr þeim og stappið en geymið hýðið.
Blandið saman stöppuðum kartöflum, skinkubitum, smjöri, osti og mjólk. Saltið og piprið eftir smekk.
Fyllið hýðið með kartöflustöppunni og bakið áfram í um 15 mín.
Stráið saxaðri steinselju yfir og berið kartöflurnar fram.