Uppskriftir
Avókadósalsa

Avókadósalsa

Meðlæti

Innihald

 • 3 þroskaðir tómatar
 • 2 þroskuð avókadó
 • 1⁄2 rauðlaukur
 • 1 vorlaukur
 • 1 búnt kóríander
 • Safi úr hálfri sítrónu
 • 1 krukka fetaostur
 • Salt eftir smekk

Aðferð

 • 1.

  Takið avókadó úr hýðinu og stappið gróft með gaffli.

 • 2.

  Skerið tómata í litla bita, saxið lauk og kóríander og blandið saman við avókadómaukið.

 • 3.

  Hakkið ostinn og hrærið saman við grænmetið, kreistið hálfa sítrónu yfir, saltið eftir smekk og blandið vel.

 • 4.

  Berið fram með kexi eða maísflögum.

Aðrar uppskriftir