Afhýðið apríkósurnar og fjarlægið steininn úr þeim. Þegar þetta er búið er raunþyngd um 500-600 g sem notast í marmelaðið.
Skerið apríkósurnar í bita og setjið í pott ásamt fínrifnum sítrónuberki, sítrónusafa, engifer og vatni. Látið malla í 8-10 mínútur eða þar til apríkósurnar eru farnar að linast. Maukið þær aðeins með gaffli eða sleif. Mér þykir gott að hafa einstaka stærri bita í marmelaðinu en það er smekksatriði.
Setjið sykur saman við og látið malla í 4-5 mínútur. Takið af hellunni og hrærið sultuhleypi saman við.
Hellið heitri sultunni í krukku. Geymið í kæli.