Hitið ofninn í 200°C. Raðið andalærunum í eldfast mót, hreinsið fyrst sem mest af fitunni af þeim. Steikið í ofni í u.þ.b. 30-35 mín.
Setjið rósakálið í eldfast mót ásamt u.þ.b. 1 msk. af andarfitu. Veltið kálinu vel upp úr fitunni, kryddið með salti og bakið í ofni í 30-35 mín.
Lagið sósuna. Setjið sykur og vatn á pönnu. Látið sjóða þar til karamellan brúnast. Skerið niður sveppina og steikið upp úr smjöri á annarri pönnu. Hvítvínsedikinu er bætt út í karamelluna, hrært í og soðið þar til þykkt síróp myndast. Hrærið appelsínusafanum saman við. Sjóðið sósuna niður um u.þ.b. helming. Bætið vatninu, sveppunum og kraftinum út í og þykkið með sósujafnara, hrærið vel. Slökkvið undir sósunni og bætið smjörinu út í, hrærið í og passið að sósan sjóði ekki eftir þetta. Smakkið til með salti og pipar.
Stappið kartöflurnar í hrærivél eða með kartöflustappara. Bræðið smjörið og blandið saman við ásamt mjólkinni. Kryddið með salti og pipar.