Skerið í bringurnar skinnmegin bæði í gegnum húðina og fitulagið alveg niður að vöðvanum.
Saltið vel með Maldon-salti og nuddið því ofan í rásirnar sem þið eruð búin að skera.
Setjið næst 4 vænar matskeiðar af hunangi út á heita pönnuna og um 3 matskeiðar af balsamikediki. Hunangið byrjar að bráðna um leið og það kemur á pönnuna. Hrærið hunangi og ediki vel saman og látið malla þar til að sósan fer að þykkna.
Takið bringurnar og veltið þeim upp úr gljáanum. Setið á skurðbretti, látið þær standa aðeins og sneiðið niður.
Berið fram með t.d. kartöflumús eða bökuðumkartöflum og steiktu grænmeti. Notið afganginn af gljáanum sem sósu.