Setjið ísmolana í blandara og hellið svolitlu af safanum út í. Blandið í nokkrar sekúndur.
Afhýðið ananasinn, kjarnhreinsið og skerið í bita.
Setjið 400 g af ávextinum út í blandarann ásamt afganginum af appelsínusafanum.
Blandið í um 30 sekúndur eða þangað til maukið er silkimjúkt.
Afhýðið bananann og bætið honum út í ásamt mjólkinni. Blandið í um 10 sekúndur. Bætið meiri mjólk út í ef þið viljið þynnri drykk.
Berið fram í háu glasi.
Drykkurinn bragðast best ferskur.