Forsiða

Vinnustaðurinn

Nettó byggir á öflugri liðsheild og leggur áherslu á að starfsmenn búi yfir góðri faglegri þekkingu, áræðni og sveigjanleika. Unnið er markvisst starf innan fyrirtækisins til að viðhalda þeim gildum.

Verslanir Nettó eru staðsettar á 19 stöðum á landinu. Smelltu hér til að sækja um starf hjá Nettó

Samfélagsstefna Samkaupa

Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu.

Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi.

Samkaup vinna markvisst að því að bæta samfélagið hvort sem um er að ræða nærsamfélagið, landið allt eða á heimsvísu með skýrum siðareglum um hegðun fyrirtækisins og metnaðarfullum verkefnum. Til þess kappkostar Samkaup að fylgja tíu meginreglum Sameinuðu þjóðanna (UN) um samfélagsmál unnið að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Samfélagsverkefni okkar beinast aðallega að því sem tengist starfsemi fyrirtækisins beint og varðar einkum starfsfólk, viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, vörur og þjónustu. Við styðjum jafnframt önnur verkefni sem stuðla að betra samfélagi án þess að þau tengist starfsminni.

Umhverfisstefna Samkaupa

Samkaup ætla að vera leiðandi í umhverfismálum á smásölumarkaði. Samkaup leggja áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og nýta auðlindir eins og kostur er. Umhverfisstefnan nær til allrar starfseminnar. Við viljum að starfsmenn hugsi um um umhverfið í daglegum störfum og fylgi umhverfisstefnunni með án undantekninga. Lög og reglur í umhverfismálum eru uppfylltar á öllum starfsstöðvum. Við kaup á vöru á þjónustu er tekið mið af umhverfisstefnunni og gerðar skýrar kröfur til birgja og undirverktaka um að þeir fylgi henni. Á það einnig við birgja þeirra og undirverktaka. Á grundvelli umhverfisstefnunnar er unnið að stöðugum umbótum til að bæta markvisst árangur.

Markmið 2021

Eftirfarandi markmið hafa verið sett fyrir árið 2021:

  1. Minnka sorp um 50 tonn
  2. Útrýma sóun í kjötdeildum
  3. Kolefnisjafna Samkaup hf.
  4. Innleiða plastkassa í netverslun og minnka selda burðarpoka um 50%
  5. Útrýma einnota plasti úr öllum verslunum (bollar, rör etc.)
  6. Útrýma plasti utan um grillaðan kjúkling
  7. Útrýma plasti í bakað á staðnum
  8. Útrýma prentuðum kvittunum úr verslunum
  9. Minnka útsenda reikninga um 50%
  10. Koma upp sorpflokkun á öllum starfsstöðvum