Forsiða

Samfélags- og styrktarstjóður Nettó

Eitt af viðfangsefnum Nettó í samfélagslegri ábyrgð er að veita styrki á landsvísu til samfélagsverkefna og hefur í því skyni verið settur á stofn Samfélagssjóður Nettó.

Sjóðurinn velur árlega síðan eitt stórt aðalverkefni til að styðja og er það verkefni ákveðið af stjórn sjóðsins án umsókna.

Styrkirnir endurspegla áherslur fyrirtækisins um þátttöku í samfélaginu og snúa að eftirfarandi flokkum:

Heilbrigður lífsstíll
Meðal annars er átt við hollan mat og næringu, heilsueflandi forvarnir, hreyfingu og íþróttir.

Æskulýðs- og forvarnarstarf
Meðal annars er átt við hvers kyns æskulýðs- og félagsstarf barna og ungmenna, forvarnir sem snúa að börnum og ungmennum og íþróttir barna og ungmenna.

Umhverfismál
Meðal annars er átt við minni sóun, endurvinnslu, nýtingu auðlinda, sjálfbærni, vistvæna þróun og loftslagsmál.

Mennta, menningar og góðgerðarmál
Meðal annars er átt við menntamál sem snúa að verslun, mannúðarmál, góðagerðar- og hjálparstarf, listir og menningarmál.

Upphæðir styrkja ráðast af áherslum, verkefnum og fjölda umsókna hverju sinni.

Samfélagssjóður Nettó styrkir ekki trúfélög, stjórnmálaflokka, ferðalög einstaklinga eða félaga, verkefni sem byggjast á persónulegum hagsmunum eða viðskiptatengslum.

Lýsa þarf vandlega þeim verkefnum eða málefnum sem sótt er um styrk fyrir og markmiðum þeirra.

Auglýst verður eftir styrkjum á heimasíðu Nettó frá júní – október.