Forsiða

TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR

er hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni.

Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt. Þann 17. júní fá landsmenn um land allt bréf með yfirskriftinni

,,TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR” sent i aldreifingu með Morgunblaðinu. Hvetjum við þig til að skrifa bréf til fjölskyldu, vina, vinnustaða og annarra sem þú vilt þakka fyrir að vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Bréfin má setja ófrímerkt í póst innanlands. Fleiri eintök af bréfinu verður hægt að nálgast víða um landið, á pósthúsum, í verslunum Nettó, og í útibúum Landsbankans. Rafræn eintök af bréfinu á fjölmörgum tungumálum má nálgast á heimasíðunni.

www.tilfyrirmyndar.is

Verið er að setja upp ,,TAKK veggi” víða um land þar sem skemmtilegt er að taka myndir af sér og sínum og deila á samfélagsmiðlum.

TAKK FYRIR AÐ VERA TIL FYRIRMYNDAR

tilfyrirmyndar.is
@tilfyrirmyndar
#tilfyrirmyndar

Nettó er styður stolt við bakið á þessu flotta verkefni.