Nettó heimilið

Nettó fjölskyldan

 • Nettó - Fjölskyldan

  Við fáum að kynnast Lilju sem er 10 ára gömul stúlka. Hún er hress, uppátækjasöm og eldklár sérfræðingur í Scrabble. Hún er hvers manns hugljúfi og nýtur sín hvergi betur en innan um fjölskylduna sína. Vissulega væri hún sælli með að fá aðeins meiri tíma með Sillu systur, sem henni þykir ekki alveg búin með unglingaveikina.

 • Nettó - Fjölskyldan

  Gunnar og Pablo kynntust fyrir slysni á Römblunni fyrir nokkrum árum. Augun mættust í spænsku sólsetri og ekki var aftur snúið.

 • Nettó - Fjölskyldan

  Sennilega var það velhirta ljósa hárið sem lokkaði Pablo að borðinu og við vitum fyrir víst að það var suðræna matargerðin sem Gunnar féll fyrir. Báðir tikka fyrir lífrænu, mismikið þó. Gunnar slær til dæmis hendinni seint á móti fiskibollum úr dós í bleikri.

 • Nettó - Fjölskyldan

  Mamman, hún Halla, er kona á framabraut. Sterk, ákveðin – upptekin og gríðarlega vel skipulögð. Hefur t.d. ekki misst úr spinning á virkum kl. 06:10 síðan síðla árs 2012. Það fer ekkert framhjá okkar konu. Hún á nokkuð skrautlegt hjónaband að baki með æskuástinni sinni, honum Gunnari. Burtséð frá því hafa þau bæði fundið ástina í örmum annarra manna. Þau áttu þá eitthvað sameiginlegt, fyrir utan börni tvö, eftir allt!

 • Nettó - Fjölskyldan

  Skúli, nýi maðurinn hennar mömmu, er svo rúsínan í pylsuendanum. Maðurinn sem Halla vissi ekki einu sinni að hana langaði að eiga. En lífið kemur á óvart og þessi rúmlega fertugi endurskoðandi er ekki bara prins drauma Höllu heldur einhver skemmtilegasti stjúppabbi sem hugsast getur. Svo er hann ansi liðtækur með sláttuvélina og hikar ekki við að láta til sín taka í garðinum við hliðina. Geggjuð týpa með laumu-góða söngrödd.

 • Nettó - Fjölskyldan

  Silla systir sem er sautján ára er gríðarlega upptekin, af sjálfri sér. Hún er í menntaskóla og er sennilega fullmikið í símanum enda búin að koma sér upp vænum fylgjendahópi á Instagram sem vissara er að sinna. Samfélagsmiðlarnir sýna enga miskunn.

 • Nettó - Fjölskyldan

  Þegar við drögum þetta saman sjáum við að hér fer fullkomnlega ófullkomin fjölskylda sem áhugavert verður að fylgjast með á næstunni. Fyrir alla muni, ekki missa af næsta þætti.