,

Kíló af matvælum sem við höfum bjargað frá sóun á þessu ári

Undanfarin 13 ár hefur Nettó einbeitt sér að því að draga úr sóun og minnka kolefnisfótspor sitt. Árið 2020 er ef til vill metnaðarfyllsta ár Nettó hingað til. Nettó stefnir að því að minnka matarsóun frá verslunum sínum um auka 50 tonn sem gera samtals 260 tonn árið 2020.

Útrýma einnota plasti

Útrýming einnota plasts er forgangsatriði fyrir Nettó. Burðarpokar Nettó eru því lífniðurbrjótanlegir.

Minni sóun

Nettó hefur stuðlað að minni sóun með því að bjóða viðskiptavinum sínum stigmagnadi afslátt af vörum sem eru að nálgast síðasta söludag.

Sorpflokkar

Verslanir Nettó hafa sett sér það markmið að flokka allt það sorp sem fellur til.

Virk umhverfisstefna

Nettó sendir starfsmenn sína árlega í þjálfun til að upplýsa þá um nýjustu leiðirnar til að minnka umhverfisfótspor sitt.

Kolefnisjafna

Heimsendingarþjónusta Nettó notar eingöngu rafmagnsbíla og losar því ekkert kolefni. Það er því bæði þægilegra og umhverfisvænna að panta heimsendingu af netinu hjá Nettó.

Samfélagssjóður

Samkaup leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu.