Forsiða

Hangikjöt og leyniuppskrift af uppstúf

1,3 kg hangikjötslæri

Setjið kalt vatn í pott og látið hangikjötið þar í þannig að vatnið nái aðeins yfir. Stillið
hitann á 1-2. Stingið kjöthitamæli í hangikjötið og takið úr vatninu þegar kjarnhitinn er
67°c. Þetta tekur um 4 klukkustundir. Setjið í kæli þar til kjötið er borið fram.

Punktar
Mörgum þykir gott að bæta 1-2 msk af sykri eða púðursykri í vatnið meðan kjötið er að
sjóða til að draga úr reykta bragðinu.
Önnur aðferð er að kreista smá af sítrónu yfir hangilærið áður en það er borið fram.
Gott er að elda hangikjöt kvöldinu áður en það er borið fram svo það nái að kólna vel.

Uppstúfur

  • 1 dl ólífuolía
  • 3 kúfaðar msk hveiti
  • 1 líter mjólk
  • 1-2 msk sykur
  • 1 tsk múskat (má sleppa)
  • salt

Hitið mjólk að suðu, en látið ekki sjóða. Hrærið þá ólífuolíu og hveiti saman og hellið rólega saman við mjólkina og hrærið vel. Hitið áfram rólega og hrærið af og til í uppstúfinum þar til hann hefur náð réttri þykkt. Smakkið til með salti, sykri og múskati. Setjið saman við eldaðar kartöflur og berið fram með hanigkjöti og t.d. grænum baunum.