Forsiða

After Eight ís

  • 1 l rjómi
  • 7 eggjarauður
  • 120 g sykur
  • 1 msk vanillusykur
  • 2 öskjur (600 g) After eight
  • Ber til skrauts

Skerið súkkulaðið í bita. Þeytið rjómann, takið til hliðar og geymið. Hrærið eggjarauður, sykur og vanillusykur vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá rjómanum og súkkulaðinu saman við með sleif. Setjið í form með plastfilmu. Geymið í frysti í að minnsta kosti 6 klst.