Heilsuráðgjöf í Nettó Mjódd

 

Í tilefni af heilsudögum höfum við verið að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fjarráðgjöf frá nokkrum af helstu heilsufrömuðum landsins!

Fjarfundarbúnaður er staðsettur í heilsudeild Nettó í Mjódd og þar gefst viðskiptavinum kostur að spyrja spurninga og þiggja góð ráð varðandi heilsu og lífsstíl.

Beggi Ólafs verður aftur með fjarráðgjöf föstudaginn 5. febrúar frá kl. 17:30-18:30. Beggi er reyndur fyrirlesari og er með MSc gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarfræði.

Nýlega gaf Beggi út bókina 10 skref í átt að innihaldsríkara lífi. Ragga Nagli verður svo með fjarráðgjöf laugardaginn 6. febrúar frá kl. 14:00-15:00. Ragga Nagli er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði auk þess að vera einkaþjálfari, en hún leggur ríka áherslu á hugarfar í þjálfun! Heppnir viðskiptavinir verða leystir út með kaupauka frá NOW.